Hús á lóð!
Viltu fá hærra verð fyrir lóðina þína?
Með byggingarsamningi við Listhús Arc geturðu aukið verðmæti lóðarinnar þinnar án þess að ráðast sjálfur í framkvæmdir.
Í samráði við þig veljum við vandað snjalltimburhús frá Kontio sem hæfir staðsetningunni, teiknum það inn á lóðina og undirbúum faglega kynningu í samstarfi við fasteignasala. Þegar kaupandi finnst, færðu greitt allt að 50% hærra verð fyrir lóðina og bygging hússins hefst – og þú hefur þá notið aukins verðmætis og ávöxtunar án áhættu og fyrirhafnar.
Vistvæn hús á lóðina þína!

Tryggðu þér öryggi, gæði og endingu!
Hjá Listhús og Kontio leggjum við mikla áherslu á að tryggja að húsin okkar standist íslenskar aðstæður og veðurskilyrði. Þegar þú hefur valið form og útlit hússins metum við vandlega staðsetningu þess og skoðum jarðskjálftavirkni á svæðinu. Ef saga jarðskjálfta á svæðinu gefur tilefni til, leggjum við til viðeigandi styrkingar á burðargrind hússins til að auka öryggi og endingu þess. Þessi vinnubrögð tryggja að hús frá Kontio séu ekki aðeins hönnuð til að standast íslenskar aðstæður, heldur einnig byggð með það fyrir augum að endast í áratugi og með góðu viðhaldi jafnvel árhundruði. Með því að velja Kontio færðu hús sem er vandlega hannað og byggt með tilliti til allra þátta sem tryggja öryggi, gæði og góða endingu hússins.
Íslensk lög og reglugerðir!
Öll hús sem við bjóðum upp á eru hönnuð og byggð í samræmi við íslenskar byggingaraðferðir og uppfylla allar kröfur íslenskra laga og reglugerða. Við fylgjum ströngustu stöðlum til að tryggja öryggi, gæði og endingu mannvirkja okkar, í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012
Þetta felur í sér að við notum viðurkennd byggingarefni og aðferðir sem henta íslenskum aðstæðum og veðurskilyrðum. Við leggjum áherslu á að fylgja sjálfbærum og vistvænum byggingaraðferðum, í takt við nýjustu þróun í íslenskum og Evrópskum byggingariðnaði. Öll efni í húsum okkar er CE merkt. Sjá einnig vottanir:
10 ára ábyrgð!
Kontio veitir 10 ára ábyrgð á öllum viði í útveggjum húsa sinna. Þessi ábyrgð nær yfir galla í efni og framleiðslu sem kunna að koma fram í viðarhlutum útveggja á ábyrgðartímanum. Þetta tryggir að viðurinn haldi gæðum sínum og endingu í íslenskum veðurskilyrðum. Ábyrgðin felur í sér að Kontio mun, eftir þörfum, gera við eða skipta út gölluðum viðarhlutum án kostnaðar fyrir eiganda, að því gefnu að eðlilegt viðhald hafi verið framkvæmt samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

Fljótleg og auðveld uppsetning
Bygging Kontio húsa fer fram með mikilli nákvæmni og hraða, sem gerir þau mun fljótari í uppsetningu en hefðbundin hús úr steypu. Húsin eru smíðuð fyrirfram í verksmiðju, þar sem hver eining er fullkomlega samræmd til að tryggja að allt passi saman á byggingarstað. Þegar húsin koma á staðinn eru einingarnar settar saman með aðstoð krana, þar sem veggir og þakeiningar eru festar saman með skrúfum eða boltum. Þetta gerir ferlið einfaldara og miklu skilvirkara.

Gæðum ekki fórnað!
Heildartíminn fyrir 100 m2 fullbúið hús, þar með talið þak, glugga og hurðir, er aðeins um tvær vikur, miðað við þrjá starfsmenn með krana. Þetta þýðir að húsin eru tilbúin mun fyrr en hefðbundin steinsteypuhús, sem geta tekið margfalt lengri tíma í byggingu. Með hraðvirku og nákvæmu ferli frá Kontio er mögulegt að flytja inn og byrja að njóta húsnæðisins fljótt, án þess að fórna gæðum eða áreiðanleika.

Heilsusamlegt húsnæði
Með náttúrulegri einangrun og sjálfbærri hönnun stuðlar Kontio að betri lífsgæðum og vellíðan fyrir alla fjölskylduna. Kontio timburhús eru ekki aðeins falleg og sterk, heldur einnig byggð með það að leiðarljósi að skapa heilbrigt og þægilegt umhverfi. Hvort sem það er fyrir heilsársbúsetu eða frístundir, þá skilar Kontio birtu og náttúru fyrir heimilið þitt.

Bestu hugsanlegu loftgæði
Kontio húsin bjóða upp á framúrskarandi loftgæði allt árið um kring. Massívt timbur úr hægvaxta, þéttri og sterkri finnskri furu dregur í sig raka úr andrúmsloftinu og gefur hann frá sér aftur þegar loftið þornar. Þessi náttúrulega rakastýring viðheldur heilnæmu rakastigi í rýminu og dregur úr líkum á myglu. Með öndunareiginleikum timbursins og án óæskilegra efna stuðla Kontio hús að hreinum og stöðugum loftgæðum allan ársins hring.

Vistvæn byggð
Með því að nýta staðbundnar auðlindir á ábyrgan hátt, samræma hönnun og framkvæmdir við umhverfismarkmið og horfa til samfélagslegra áhrifa, hefur Pudasjärvi sýnt fram á að vistvæn uppbygging er ekki aðeins möguleg – hún er skynsamleg og hagkvæm leið til framtíðar. Það sem hófst sem stefnumótun í litlu sveitarfélagi í norðurhluta Finnlands hefur nú orðið að alþjóðlegri fyrirmynd í sjálfbærni og ábyrgri mannvirkjagerð.

Lausnir fyrir ferðaþjónustuna
Kontio SmartLog tækni býður upp á náttúruvænar og nútímalegar lausnir fyrir hótel og skóla. Timburbyggingar úr Arctic Pine veita einstaka náttúruleg loftgæði og skapa hlýlegt andrúmsloft. Með stuttum byggingatíma og varanleika sem stenst árhundruðir eru lausnir okkar kjörin fyrir stærri byggingar. Þar mætast nútímaleg þægindi og slökun í fullkomnu jafnvægi.

KONTIO er stærsti framleiðandi timbur einingahúsa í heiminum með yfir 50 ára reynslu.
Kontio er staðsett í norðurhluta Finnlands, þar sem fyrirtækið framleiðir árlega yfir 2.000 timburhús sem eru flutt út til um tuttugu landa. Með yfir 50.000 hús að baki er Kontio einn öflugasti og reyndasti framleiðandi heims á sviði timburhúsagerðar – og sá söluhæsti í Finnlandi.

Kontio rekur eigin skógarrækt og ræktar þar Arctic Pine tré, hægvaxta furu sem er þekkt fyrir styrk sinn og náttúrulegan einangrunareiginleika.
Arctic Pine (arktísk fura) er sérstök tegund furu sem vex á köldum norðurslóðum, aðallega í Finnlandi og öðrum norðlægum löndum. Vegna harðra veðurskilyrða á þessum svæðum þróar Arctic Pine hægari vöxt, sem gerir viðinn einstaklega þéttan og sterkan. Þessi hægfara vöxtur eykur þéttleika viðarins, sem veitir honum framúrskarandi styrk, endingu og veðurþol, viðurinn hleypir ekki eins inn í sig vatni eins og hraðvaxta viður sem vex á hlýrri slóðum, þetta er eiginleiki sem eru lykilatriði í byggingu traustra og endingargóðra timburhúsa. Öll hús Kontio eru byggð með Artic Piine furu.


Kostir Arctic Pine
- Þéttleiki og styrkur: Arctic Pine er óvenjulega þétt vegna þess að hún vex mjög hægt í köldum loftslagi. Þetta gerir viðinn mjög sterkan og áreiðanlegan í byggingarvinnu, sem er mikilvægt þegar húseigendur leita að varanlegum lausnum.
- Langlífi: Vegna þess hversu þéttur viðurinn er, er Arctic Pine ónæmari fyrir skaðvöldum og áhrifum veðurs. Hún þolir bæði mikla hita og hörð vetrarkul og viðheldur eiginleikum sínum jafnvel við miklar hitasveiflur.
- Vistvænni: Arctic Pine er sjálfbær byggingarefni þar sem hún kemur úr skógi sem er vottaður samkvæmt PEFC-staðlinum. Þetta tryggir að nýting skógarins sé ábyrg og að ný tré séu gróðursett í staðinn fyrir þau sem felld eru. Með því að nota Arctic Pine í byggingar, hjálparðu við að draga úr kolefnisspori, þar sem timbur bindur koldíoxíð í áratugi.
- Betri loftgæði: Arctic Pine sem notuð er í byggingar Kontio er algjörlega laus við rokgjörn lífræn efni (VOC), sem annars geta mengað loftgæðin innandyra. Þetta þýðir að timburhús úr Arctic Pine stuðla að hreinu og heilbrigðu innilofti frá fyrsta degi.
- Náttúruleg fegurð: Arctic Pine hefur einstaka náttúrulega áferð og lit sem gefur byggingum hlýlegt og náttúrulegt yfirbragð. Hún hefur fallegan, jafnan lit með mjúkum árhringum sem gerir húsið þægilegt í útliti og áferð.
Arctic Pine er því ekki aðeins frábært byggingarefni fyrir þá sem vilja vistvænt og sjálfbært hús, heldur einnig fyrir þá sem sækjast eftir náttúrulegu efni sem stuðlar að heilsusamlegum og hreinum loftgæðum innanhúss.
Einangrun
- Spurningar og svör um einangrun Kontio húsana

Kontio hús eru hönnuð með hægvaxta Arctic Pine furu til að tryggja að húsin haldi hlýju og þægilegu innilofti jafnvel í köldustu veðurskilyrðum. Með náttúrulegum eiginleikum timbursins, þreföldu öryggisgleri og 45cm þykkri ull í þaki, eru Kontio hús fullkomin lausn fyrir íslenska kaupendur sem leita að orkusparandi og hlýlegum heimilum.
Kontio hús eru hönnuð til að þola mjög mikinn kulda og halda jöfnum hita og þægindum, jafnvel þegar hitastigið fer niður í -30 til -40°C. Þetta er mögulegt vegna frábærrar einangrunargetu Arctic Pine timbursins, ásamt viðbótareinangrun eins og þykkri ullareinangrun í þaki og þriggja laga gluggum. Þessi samsetning tryggir framúrskarandi hitastýringu og orkunýtni, sem gerir Kontio húsin fullkomin fyrir frosthörkur á norðurslóðum.

Heilsusamlegt líf með Kontio timburhúsum


Baldvin Baldvinsson
Sala & ráðgjöf
Sími 888 0606
baldvin@listhus.is
"Ég er mikið á ferðinni og mæli því með að viðskiptavinir bóki tíma áður en þið komið í Faxafenið 📞"
Sendu fyrirspurn
Við hjá Listhús Arc bjóðum þér að hitta söluráðgjafa og fara yfir verkefnið þitt á faglegan og persónulegan hátt.

Sýningahús Listhús Arc – Faxafen 10, 2. hæð
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin í heimsókn til okkar – þar sem þið getið skoðað uppsett sýningahús og fengið innblástur fyrir ykkar framtíðarverkefni.
Alltaf heitt á könnunni – við tökum vel á móti ykkur í notalegu umhverfi.

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is
