LAMS gróðurhús í lúxusflokki
🌿 Frönsk glerhús, útfærð eftir þínum óskum
LAMS framleiðir glerhús og glerskála í klassískum frönskum stíl, hönnuð til að nýtast allan ársins hring. Húsin bjóða upp á björt og skjólgóð rými sem henta jafnt fyrir heimili og stærri verkefni, t.d. hótel, veitingastaði, listigarða og almenningssvæði.
Hvort sem markmiðið er að skapa rými fyrir veislur, samveru, vinnu eða ræktun, þá geta glerhúsin orðið frumleg viðbót inn í garðinn eða bygginguna sjálfa.
Framleiðsla í hæsta gæðaflokki
LAMS er franskur framleiðandi með yfir 30 ára reynslu í hönnun og smíði glerhúsa úr áli og hertu gleri.
Allt ferlið – hönnun, framleiðsla og frágangur – fer fram í Frakklandi. Hvert hús er pantað sérstaklega og framleitt eftir útfærslu kaupanda, með nákvæmu handverki og sterkri frágangshefð.
Helstu atriði
– Burðarvirki úr áli með 4 mm hertu öryggisgleri
– Álburðarvirkið er með 10 ára ábyrgð hjá framleiðanda
– Ryðfríar festingar, vatnsrennur og þakrör fylgja staðalbúnaði
– Húsin eru framleidd fyrir notkun allt árið um kring
– Framleiðsla eftir pöntun – hvert hús er sérsmíðað
Útfærslur og valmöguleikar
– Frístandandi glerhús eða „lean-to“ lausnir við byggingu
– Valið er á milli nútímalegs eða klassísks forms eftir tegund
– Hægt að tengja einingar saman og ná stærri rýmum (allt að u.þ.b. 100 m²)
– Fjórtán litir í áli (matt eða satín), aðrir RAL litir í boði
– Mismunandi hurðir: einfaldar, tvöfaldar eða rennihurðir
– Val um gluggalausnir, opnanleg þakelement og loftræstingu
– Innréttingar, hillur, borð, sjálfvirkir gluggaopnarar og „Victorian“ þakrönd
Fyrir hvaða not?
– Samverurými
– Veislur og gestamóttaka
– Vinnuaðstaða eða stúdíó
– Ræktun og vetrargarður
– Viðbygging sem tengist húsi
Húsin eru hönnuð til að verða hluti af daglegu lífi – falleg, endingargóð og byggð til að þola notkun og íslenska veðráttu.

MIRABEAU Glerskáli 14,8 m2
Supra 33,8 m2 gróðurhús

Samsetning Lean-On glerskála frá LAMS
Lean-On glerskálarnir frá LAMS eru hannaðir til að liggja upp að húsi eða byggingu og mynda bjart og skjólgott rými sem nýtist allt árið. Samsetningin byggir á nákvæmni og faglegu verklagi, þar sem hvert smáatriði skiptir máli – sérstaklega í íslenskum veðurskilyrðum.
Undirbúningur og grunnur
Samsetning hefst á því að tryggja réttan grunn. Lean-On glerskálar eru festir við steyptan grunn eða burðarfast undirlag við húsvegg. Við leggjum áherslu á að grunnurinn sé alveg láréttur og stöðugur, svo allar rúður og álprófílar falli nákvæmlega í rétt sæti.
Lyfting og uppsetning álgrindar
Algrindin er sett upp í réttri röð samkvæmt framleiðsluteikningum. Við notum samþykktan festibúnað frá LAMS og tryggjum að grindin sé fullkomlega í plömbu áður en gler er sett í. Þetta tryggir hámarksstyrk og endingargóðan frágang.
Glerun og lokaútfærsla
Þegar álgrindin stendur klár er gleri eða gleryfirlögn sett í með klemmum og festingum. Í íslenskum aðstæðum bætum við við auka festingum og þéttingu þar sem þörf er á, til að tryggja stöðugleika í miklum vindi og óstöðugu veðri. Lokaútfærsla felur í sér þéttingu, prófanir á hurðum og hreyfanlegum hlutum, frágang við vegg og fulla yfirferð á smáatriðum.
Faglegt verklag og ábyrgð
Listhús Arc sér um allar framkvæmdir frá fyrstu mælingu til afhendingar. Við vinnum samkvæmt verklagi sem hefur verið mótað í samstarfi við LAMS og fylgjum leiðbeiningum framleiðanda í hvívetna. Markmiðið er að húsið verði bæði fallegt og endingargott – og standi af sér íslenskt veður.
Sjáðu í myndbandinu skref fyrir skref hvernig Chambord Lean-On glerskálin frá LAMS rís við húsvegginn – frá steyptum grunni til lokaútfærslu með gleri, álgrind og festingum. Myndbandið varpar ljósi á nákvæmni í uppsetningu og sýnir okkar verklag við að tryggja að skálinn standi af sér íslenskt veður – bæði vind og úrkomu.
Fjárfesting í garðhúsi getur aukið virði sitt allt að helmingi miðað við fermetraverð fasteignar
auk þess að gera hana eftirsóknaverðari.
Fasteignasérfræðingar segja að fjárfesting í glerhýsi muni alltaf borga sig. Bæði munu garðhús auka verðgildi fasteigna og gera hana eftirsóknaverðari ásamt því að það má alveg búast við því að hægt sé að verðmeta fermeterinn í svona húsi á ca. 50% af fermetraverði fasteignar eða eftir því hvað garðhúsið er veglegt td. með kamínu, hita og rafmagni. Einnig mun verðið á garðhúsinu aukast vegna vísitöluhækkana en ekki falla í verði eins og td. heitir pottar og fl. í þeim dúr sem fólk er að selja með fasteign sinni.

Glerskálar frá LAMS
Bættu garðhúsi við húsið þitt og skapaðu fallegt og hagnýtt rými í garðinum. Þessi glæsilegu garðhús og gróðurhús eru fullkomin viðbót fyrir þá sem vilja njóta útivistar í stílhreinu umhverfi, með aðstöðu til að rækta plöntur og njóta frítíma.

Fyrir heimili jafnt sem fyrirtæki
Glerhús frá LAMS skapa bjart og hlýlegt rými sem eykur upplifun gesta og býður upp á notkun allt árið.
Húsin henta vel fyrir veitingastaði, hótel og fyrirtæki sem vilja bjóða upp á einstakt rými fyrir mat, samveru eða viðburði – með nánum tengslum við umhverfið, óháð veðri og árstíðum. Húsin veita skjól, birtu og sjarma og geta orðið að sérstöku aðdráttarafli í upplifun staðarins.

Framlengdu sumarið
Glerskálar gera þér kleift að framlengja sumarið og njóta útivistar allan ársins hring. Þau skapa rými fyrir notalega samveru, hvort sem það er morgunkaffi í sólinni eða kvöldstund með vinum í pottinum sem er inni í húsinu undir stjörnubjörtum himni. Með einstakri blöndu af notagildi og rómantískum yfirbragði verða þau að uppáhaldsstað á heimilinu.

Faxafeni 10, Reykjavík
Sími 888 0606
Netfang: baldvin@listhus.is
Sölumenn
Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni

LAMS glerskálar í lúxus gæðaflokki
Amboise er stærsta og fjölbreyttasta glerskálalína LAMS. Allar útfærslur eru hannaðar og framleiddar í Frakklandi. Hægt er að velja úr fjölmörgum stærðum, litum og hurðar- og gluggalausnum, hvort sem um er að ræða rými fyrir heimili, veitingastað eða sveitarfélag sem vill bjóða upp á sérstöku upplifun allt árið.
Listhús Arc er opinber söluaðili LAMS á Íslandi.
Hafðu samband og við finnum rétta lausn fyrir þitt verkefni.

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is
























