Við elskum ❤️

BYGGINGARLIST

Byggingarlist í hæsta gæðaflokki!

Meistarar með áratuga reynslu í húsasmíði!

Við hjá Listhús Arc vinnum með vel völdum samstarfsaðilum sem eru leiðandi á sínu sviði og búa yfir áratuga reynslu í húsasmíði. Þeir eru þekktir fyrir fagmennsku, gæðasmíði og áreiðanleika – sem tryggir vandaðan frágang og öflugan stuðning í hverju verkefni.

Fullbúin hús með uppsetningu frá sérhæfðum teymum
Við bjóðum nú upp á möguleikann að fá tilboð í hús sem er fullbúið með uppsetningu innréttinga og tækja. Við getum útvegað sérhæfð teymi frá bæði Finnlandi og Eistlandi, með yfir 30 ára reynslu í að reisa Kontio hús samkvæmt stöðlum og gæðaviðmiðum framleiðandans. Þetta þýðir að þú getur fengið draumahúsið þitt reist á mettíma – með öryggi og fagmennsku frá upphafi til enda.

Sé þess óskað getum við séð um alla verkþætti – allt frá hugmynd og teikningu til framleiðslu, uppsetningar og frágangs.

Endanlegt verð ræðst af úttekt á staðháttum, þar með talið jarðskjálftavirkni og öðrum aðlögunum sem nauðsynlegar eru fyrir íslenskar aðstæður.

Arne og synir slf.
Arne og synir slf. Arne Wehmeier - S. 899 4931Málningarmeistari fyrir sunnan
Málningarmeistari Arne Wehmeier og synir sérhæfa sig í málun bæði innandyra og utandyra fyrir hús frá Kontio. Með áratuga reynslu og mikla fagþekkingu tryggja þeir vandaðan frágang og endingargott yfirborð. Arne og synir leggja metnað sinn í hverja framkvæmd og nota eingöngu hágæða efni sem þola krefjandi aðstæður, þannig að málningin heldur lit og gæðum í áraraðir. Með nákvæmni og fagmennsku er teymið þeirra traustur kostur fyrir bæði útlit og viðhald húsa.
Raflagnir
RaflagnirÓlafur Erlendsson- S. 898 9887Raflagnir fyrir norðan
Rafverktakinn Ólafur Erlendsson er rafvirkjameistari með mikla reynslu í húsbyggingum og raflögnum. Hann sérhæfir sig í raflögnum bæði í nýbyggingum og endurbótaverkefnum, og leggur áherslu á öryggi, nákvæmni og fagleg vinnubrögð. Með víðtæka þekkingu á nýjustu lausnum og tæknistandardum tryggir Ólafur áreiðanlegar raflagnir sem uppfylla bæði öryggiskröfur og þægindi heimilanna. Hann vinnur náið með öðrum iðnaðarmönnum til að tryggja hnökralausa framkvæmd og góða þjónustu frá upphafi til enda.
LukTom píparar ehf
LukTom píparar ehfLukaz og Tómas - s. 784 9139LukeTom eru á norðurlandi!
LukeTom á Akureyri sérhæfa sig í pípulögnum á Norðurlandi og hafa unnið með okkur að fjölmörgum verkefnum. Lukas, eigandi fyrirtækisins, er með meistararéttindi í pípulögnum og leiðir teymi sem er þekkt fyrir ótrúlega vandvirkni og áreiðanleika. LukeTom tryggir faglegan og nákvæman frágang á öllum verkefnum, sem skilar sér í vönduðum lausnum og traustu samstarfi.
Siggi smiður
Siggi smiðurSigurður Finnson - s. 897 7421Uppsetning á garðhúsum
Sigurður Finnsson sérhæfir sig í uppsetningu á garðhúsum og gróðurhúsum frá Juliana, Halls og Gabriel Ash. Með áratuga reynslu í fjölbreyttum smíðum hefur Sigurður þróað einstaka færni í uppsetningu og frágangi þessara vönduðu húsa, sem tryggir faglegan og vandaðan frágang. Með fjölþætta reynslu og auga fyrir smáatriðum er Sigurður traustur kostur fyrir þá sem leita að aðila sem tekur að sér uppsetningu á garðhúsum og gróðurhúsum. www.uxhome.is
Anton Byggingameistari
Anton ByggingameistariAnton Örn Gunnarsson - s. 869 3033Alhliða uppsetning á Kontio húsum
Anton Örn Gunnarsson er byggingameistari með 20 ára reynslu í byggingargeiranum og hefur unnið sér gott orðspor fyrir vandvirkni og sanngirni í öllum sínum verkum. Hann hefur fengið sérhæfða þjálfun hjá Kontio, sem veitir honum einstaka þekkingu á uppsetningu og frágangi timburhúsa frá Kontio. Anton skilar verkefnum með mikilli nákvæmni og metnaði og tryggir vandaðan frágang og áreiðanlega þjónustu fyrir alla viðskiptavini okkar. Með yfirgripsmikla þekkingu á byggingarferlum og hæfileikann til að leysa áskoranir af fagmennsku er Anton traustur kostur fyrir þá sem leita að byggingameistara.
Pípulagningameistari
PípulagningameistariUni Einarsson - S. 7738784Pípari fyrir sunnan
Uni Einarsson býður kaupendum Kontio húsa uppsetningu og viðhaldsþjónustu í pípulögnum á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Með meistararéttindi í pípulögnum, auk menntunar í vélvirkjun, og yfir tuttugu ára reynslu hefur Uni sinnt fjölbreyttum verkefnum af hámarks fagmennsku. Uni leggur áherslu á lausnir sem henta íslenskum aðstæðum og tryggja áreiðanleika til lengri tíma. Með nákvæmum og vönduðum vinnubrögðum veitir Uni viðskiptavinum öruggar og endingargóðar lausnir.
Byggingafræðingur og byggingastjóri
Byggingafræðingur og byggingastjóriBjörn Guðmundsson - S. 869-5060Starfar á öllu landinu!
Björn Guðmundsson býður kaupendum Kontio húsa heildarlausnir í byggingastjórnun, hönnun og framkvæmdum. Með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM), Bachelor of Science gráðu í byggingafræði og réttindi sem aðal- og samræmingahönnuður og byggingastjóri tryggir Björn fagleg vinnubrögð og gæðastarf. Björn hefur mikla reynslu af nýbyggingum, viðhaldsverkefnum og hönnunarteikningum fyrir íslenskar aðstæður. Hann skilar nákvæmum og áreiðanlegum lausnum sem uppfylla strangar kröfur og háa gæðastaðla. Björn Guðmundsson er traustur kostur þegar kemur að hönnun, byggingarstjórnun og frágangi fyrir Kontio hús.
Fagsmíði ehf.
Fagsmíði ehf. Gunnar Örn Rúnarsson- s. 893 0561Húsasmíðameistari með 40 ára reynslu
Gunnar Örn Rúnarsson býður kaupendum Kontio húsa upp á alhliða þjónustu í húsasmíði og byggingarframkvæmdum. Með yfir fjögurra áratuga reynslu og viðurkennda meistararéttindi hefur Gunnar leitt fjölbreytt verkefni, allt frá kirkju- og skílabyggingum til íbúðarhúsa og iðnaðarbygginga. Gunnar hefur unnið að verkefnum eins og endurgerð glugga í Kópavogskirkju, stækkun Grundartanga og byggingu par- og raðhúsa víðsvegar um landið. Hann sér einnig um jarðvinnu og veitir aðgang að tækjabúnaði eins og gröfum, kranabílum og vinnulyftum, sem tryggir heildarlausnir í byggingarferlinu. Gunnar Örn er traustur samstarfsaðili sem leggur metnað sinn í vandaðan frágang og lausnir sem standast strangar kröfur íslenskra aðstæðna.
Urban Beat
Urban BeatBjörn Stefánsson - s. 899 5215Landslagsarkitekt
Björn Stefánsson er landslagsarkitekt með víðtæka reynslu í hönnun grænna svæða, þróun byggðar og skipulagsmálum. Hann vinnur að gerð rammaskipulags og deiliskipulags með áherslu á vistvænar lausnir sem samþætta náttúru, byggð og samfélag á heildrænan hátt. Verk hans einkennast af skýrri framtíðarsýn, fagurfræðilegri hugsun og samhengi við íslenskt landslag og veðurfar. Í gegnum sitt rekstrarform Urban Beat hefur Björn komið að fjölbreyttum verkefnum um allt land og er í samstarfi við Listhús Arc að þróun vistvænna byggðalausna með áherslu á sjálfbærni, loftgæði og tengingu við náttúruna. Hann vinnur náið með sveitarfélögum, arkitektum og framkvæmdaaðilum og tryggir með því vandaða útfærslu og lausnir sem standast kröfur nútímans og framtíðar. www.urbanbeat.is
Studio Art
Studio ArtAlbert Guðmundsson s. 898 7766Tækniteiknari, garðhönnuður og verktaki
Albert Guðmundsson hefur starfað í yfir 35 ár sem tækniteiknari, garðhönnuður og verktaki. Hann rekur fyrirtækið Studioart, sem sérhæfir sig í teikningu og hönnun fyrir fjölbreytt verkefni, þar á meðal garðhönnun, grunnmyndir og þrívíddarteikningar. Albert hefur unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir fyrirtæki eins og Urban Beat, Steypustöðina og BM Vallá, og hefur komið að uppbyggingu hundruða verkefna bæði sem verktaki og hönnuður. Hjá Studioart býður Albert föst tilboð í teikningar og hönnun, hvort sem um ræðir grunnteikningar eða þrívíddarteikningar. Hann leggur áherslu á nákvæmni og fagmennsku í allri vinnu sinni, og hefur víðtæka reynslu af hönnun og framkvæmdum í görðum, þar á meðal hellulögn, pallasmíði, hleðslum og notkun fjölbreyttra efna eins og timburs, möl og gervigrass. Albert er staðsettur á skrifstofu sinni að Faxafeni 10, 2. hæð í Reykjavík, og er alltaf tilbúinn að taka á móti nýjum verkefnum og áskorunum. www.studioart.is

Traustir samstarfsaðilar í fremstu röð

Við hjá Listhús Arc ehf. erum stolt af samstarfi við íslensk fyrirtæki sem tryggja hágæða þjónustu og lausnir fyrir lokafrágang á húsum okkar. Samstarfið endurspeglar gildi Kontio og Juliana Group um gæði og fagmennsku.

Tengi – Með fjölbreytt úrval bað- og eldhústækja, innréttinga og hitakerfa býður Tengi lausnir sem uppfylla bæði hagnýtar og fagurfræðilegar kröfur. Þeir búa yfir sérfræðiþekkingu sem tryggir einfaldar og stílhreinar lausnir fyrir flókin verkefni.

Fríform – Leiðandi í sérlausnum fyrir eldhús, baðherbergi og fataskápa. Þeir starfa náið með arkitektum og hönnuðum til að skapa innréttingar sem fylgja nýjustu straumum í efnisvali og hönnun. Fríform er traustur samstarfsaðili fyrir þá sem leita að sérhönnuðu rými sem skarar fram úr.

Vídd – Býður fjölbreytt úrval gólfefna og flísa sem henta jafnt inni- og útisvæðum. Vídd leggur áherslu á að veita faglega ráðgjöf sem tryggir hágæða efni og nútímalegar lausnir sem uppfylla kröfur viðskiptavina.

Modern – Sérhæfir sig í húsgögnum sem sameina stíl og notagildi fyrir heimili, garða og vinnurými. Með áherslu á nútímalega hönnun og einfaldleika skapa þeir lausnir sem standast tímans tönn og henta fjölbreyttum þörfum.

Áltak – Áltak er sérfræðingur í þakefnum sem tryggja bæði endingu og fagurfræði fyrir Kontio hús. Þeir bjóða fjölbreytt úrval lausna sem henta íslenskum veðurskilyrðum og leggja áherslu á gæði og nákvæmni í öllum verkefnum. Áltak vinnur náið með byggingaraðilum til að tryggja að hvert hús standist hæstu gæðakröfur.

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Alþjóðlegt samstarfsnet Kontio! Sérfræðingar í þjónustu þinni

Image

Alhliða ráðgjöf fyrir verktaka!

Við vinnum með þér frá fyrstu hugmynd að fullbúnu verkefni og leggjum áherslu á persónulega þjónustu, áreiðanleika og faglega uppbyggingu.

Menntun og þjálfun fyrir íslenska verktaka

Til að tryggja að íslenskir verktakar búi yfir nauðsynlegri þekkingu og færni til að setja upp timburhús frá Kontio, bjóðum við upp á námskeið í samstarfi við Kontio. Námskeiðin, sem eru kennd á ensku, tryggja að uppsetning húsanna fari fram í samræmi við leiðbeiningar frá sérfræðingum Kontio og bestu starfsvenjur.

Aðstoð frá verkstjóra Kontio

Fyrir stærri verkefni bjóðum við upp á sérhæfða þjónustu þar sem verkstjóri frá Kontio í Finnlandi vinnur náið með verktökum. Verkstjórinn aðstoðar við lestur teikninga, verkefnastjórnun og skilvirka uppsetningu. Með þessari þjónustu er tryggt að uppsetning húsanna fari fram í samræmi við ströngustu gæðastaðla og sérþarfir hvers verkefnis.

Við hjá Listhús Arc bjóðum upp á heildarlausnir fyrir stór verkefni eins og hótel, skóla, íþróttahús, raðhús, fjölbýlishús, opinberar byggingar og vistvæn hverfi. Með áratuga reynslu og hágæða timburhúsum frá Kontio, leiðandi framleiðanda timburhúsa með stærstu verksmiðju í Evrópu, tryggjum við að hvert verkefni sé framkvæmt af fagmennsku og áreiðanleika.

Tenging við alþjóðlegt net Kontio

Við hjá Listhús Arc erum hluti af öflugu alþjóðlegu samstarfsneti Kontio, sem nær yfir mörg lönd og tengir okkur við reynda undirverktaka og sérfræðinga á sviði timburhúsabygginga. Þetta net gerir okkur kleift að útvega fagaðila sem hafa yfir 30 ára reynslu í uppsetningu Kontio húsa.

Þessir sérfræðingar eru vandlega valdir og hafa starfað við uppsetningu hágæða timburhúsa um allan heim. Með aðild að Kontio viðskiptanetinu tryggjum við að verkefni þitt njóti ávinnings af þekkingu, reynslu og alþjóðlegum gæðastöðlum. Allir sérfræðingar vinna í nánu samstarfi við íslenska byggingarstjóra til að tryggja hámarks gæði og skilvirkni í framkvæmdum.

Hafðu samband og byrjaðu fyrstu skrefin að draumaverkefninu þínu

Image
Baldvin Baldvinsson
Baldvin BaldvinssonSala & hönnun
Þéttari texti

Faxafeni 10, Reykjavík

Sími 888 0606

Netfang: baldvin@listhus.is

Sölumenn

Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni

Arnar Guðmundsson
Arnar GuðmundssonLöggiltur fasteignasali:
Þéttari texti

Skipagata 2, Akureyri

Sími 773 5100

Netfang: arnar@fastak.is

Image
Image

Íslenskir byggingarstaðlar!

Öll hús sem við bjóðum upp á eru hönnuð og byggð í samræmi við íslenskar byggingaraðferðir og uppfylla allar kröfur íslenskra laga og reglugerða. Við fylgjum ströngustu stöðlum til að tryggja öryggi, gæði og endingu mannvirkja okkar, í samræmi við gildandi byggingarreglugerð nr. 112/2012

Image

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Image

Glæsileg garðhús frá Juliana
&
gróðurhús frá Halls

Sjá hér: www.uxhome.is

Image