Pudasjärvi – alþjóðleg fyrirmynd í vistvænni byggð
Timbur sem stefnumarkandi val
Árið 2013 tók bæjarstjórn Pudasjärvi djarfa og framsýna ákvörðun um að gera timbur að aðalbyggingarefni allra nýrra opinberra mannvirkja. Með þeirri ákvörðun lagði sveitarfélagið grunn að heildstæðri sjálfbærnistefnu sem sameinar náttúruvernd, samfélagslega ábyrgð og eflingu staðbundins atvinnulífs.
Markmiðið var skýrt: að draga úr kolefnisspori opinberra framkvæmda, styðja við sjálfbæra skógrækt og efla timburiðnaðinn á svæðinu. Jafnframt var lögð áhersla á að hanna byggingar með bestu mögulegu loftgæðum, betri hljóðvist og minni orkunotkun. Slík nálgun hefur skilað sér í lægri rekstrarkostnaði, bættri líðan og auknum lífsgæðum – jafnt fyrir íbúa sem starfsfólk.
Fyrirmynd sem nær langt út fyrir bæjarmörkin
Stefna Pudasjärvi hefur vakið verðskuldaða athygli, bæði innanlands og utan. Í dag er sveitarfélagið talið eitt af fremstu fordæmum í Evrópu þegar kemur að vistvænni opinberri uppbyggingu. Fjöldi annarra sveitarfélaga hefur sótt sér innblástur í nálgun Pudasjärvi, þar sem skýr stefna, markviss framkvæmd og heildræn markmið haldast í hendur.

– skynsamlegt val fyrir sjálfbæra framtíð

Byggingargeirinn og ábyrgð okkar á umhverfinu
Byggingariðnaðurinn er einn stærsti þátttakandi í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Um þriðjungur allrar orkunotkunar og losunar tengist uppbyggingu og rekstri bygginga. Þetta kallar á breytta nálgun í efnisvali, hönnun og framkvæmd – ekki aðeins með tilliti til umhverfisins, heldur einnig heilsu þeirra sem taka þátt í byggingarferlinu.
Við byggingu með náttúrulegum efnum eins og timbri skapast mun heilnæmara aðstæður fyrir þá sem starfa á byggingarstað. Ólíkt mörgum hefðbundnum efnum eins og sementi og steypu inniheldur timbur ekki skaðleg efnasambönd eða ryk sem getur erta öndunarfæri og haft áhrif á heilsu. Timbur losar ekki rokgjörn lífræn efnasambönd (VOC) og framkvæmdirnar verða almennt hreinlegri, með minni útblæstri, minni rykmyndun og án sýrandi eða ætandi efnaleifa. Þetta hefur jákvæð áhrif á daglegt vinnuumhverfi byggingarfólks og dregur jafnframt úr líkum á mengun í nánasta umhverfi á framkvæmdatíma.
Vistvæn bygging snýst því ekki aðeins um endanlega orkunýtingu og kolefnisspor hússins – heldur einnig um áhrif á heilsu og vinnutengda vellíðan þeirra sem koma að framkvæmdinni. Með því að velja timbur er ekki aðeins verið að huga að íbúunum sem munu búa í húsinu, heldur einnig að fagfólkinu sem kemur að byggingunni frá fyrstu hendi. Vistvæn byggð felur í sér að velja lausnir sem draga úr umhverfisáhrifum – bæði í byggingarferlinu og á líftíma hússins.
Í þessu samhengi hafa timburhús sérstakt vægi. Viður er náttúrulegt, endurnýjanlegt hráefni sem bindur kolefni og skapar heilnæmt og hlýlegt rými. Þegar tré er fellt og notað í byggingu helst kolefnið bundið í viðnum í áratugi. Á sama tíma er nýju tré plantað í staðinn. Kontio fylgir þessari meginreglu sjálfbærrar skógræktar – þar sem fyrir hvert tré sem fellt er eru fjögur ný gróðursett. Þetta stuðlar ekki aðeins að kolefnisjöfnuði, heldur hafa rannsóknir sýnt að ungur skógur bindur meira CO₂ en gamall skógur. Þannig stuðlar vel skipulögð skógrækt og nýting timburs að virku hringrásarkerfi í loftslagsbaráttunni.

Heilsueflandi samfélagsmiðstöð úr timbri
Pirtti – Hyvän Olon Keskus í Pudasjärvi | Finnlandi (Vellíðunarmiðstöð)
Pirtti hefur vakið verðskuldaða athygli sem fyrirmynd að samfélagsmiðstöð sem byggð er með heilsu og sjálfbærni í huga. Samhliða skólabyggingunni dregur hún upp skýra mynd af því hvernig timburbyggingar geta verið meira en falleg yfirbragð – þær styðja við vellíðan, samfélagslega virkni og vistvæna þróun til framtíðar. Sjá link um Pirtti hér:

Vistvæn samfélagsleg velferð
Pirtti í Pudasjärvi er velferðar- og þjónustumiðstöð þar sem heilsuefling, félagsþjónusta og aðgengi eru sameinuð undir einu þaki. Verkefnið er framhald af sömu framtíðarsýn og mótaði skólasvæðið – þar sem náttúruleg byggingarefni, heilnæm loftgæði og vel útfærð hönnun skipta sköpum.
Markmiðið var að skapa opið, aðlaðandi og aðgengilegt húsnæði fyrir fjölbreyttar þarfir íbúa – frá eldri borgurum til fjölskyldna og starfsfólks.

Rými fyrir heilsu og samveru
Pirtti var hannað með áherslu á að skapa notalegt og öruggt samfélagsrými. Þar er boðið upp á margvíslega þjónustu:
- Heilsurækt og líkamsræktarsal
- Félagsaðstöðu fyrir eldri borgara
- Ráðgjöf, fræðslu og samfélagsþjónustu
- Fundarsalir og fjölnota rými fyrir viðburði
Byggingin notar timbur sem aðalefni, og sameinar náttúrulega hlýju og nútímalega virkni í útliti og upplifun.

Lukkaroinen Architects
Hönnuðirnir lögðu áherslu á:
- Flæði og aðgengi: Allt rými er aðgengilegt fyrir hreyfihamlaða og tengist með göngum og opinni skipan.
- Ríkulegt flæði dagsbirtu: Stórir gluggar skapa bjart og upplyftandi andrúmsloft.
- Timbur sem virkt efni: Notkunin bætir loftgæði, dregur úr bakteríuvexti og stuðlar að rólegu og náttúrulegu umhverfi.

Stærsti timburskóli í heimi!
Pudasjärven Log Campus / Hyvän Olon Keskus í Finnlandi (Vellíðunarskóli) Sjá meira hér:
Heilbrigð menntun og vistvæn byggð
Hyvän Olon Keskus í Pudasjärvi er afrakstur framtíðarsýnar þar sem menntun, heilsa og umhverfisábyrgð voru samþætt í eina heildarlausn. Byggingin er lykilþáttur í stefnu sveitarfélagsins um vistvæna uppbyggingu og bætta heilsu íbúa. Verkefnið var hrundið af stað eftir alvarlegar áhyggjur af loftgæðum, rakaskemmdum og myglu í eldri skólahúsnæði – vandamál sem höfðu veruleg áhrif á líðan barna og starfsfólks.
Lykilþættir í heilnæmu umhverfi
Í kjölfarið var mótuð metnaðarfull stefna þar sem heilnæm hönnun og náttúruleg byggingarefni voru í forgangi – og timburval valið sem vistvæn lausn.
Byggingin, um 9.700 m² að stærð, samanstendur af fjórum einingum sem tengjast með opnum glergöngum. Þar stunda um 800 nemendur nám – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólastigs, auk námskeiða fyrir fullorðna.
Lukkaroinen Architects
Hönnuðir skólann lögðu áherslu á:
- Sveigjanlega rýmisskipan, sem mætir þörfum ólíkra aldurshópa og kennsluaðferða.
- Ríkulegt dagsbirtuflæði, sem styður við vellíðan og einbeitingu.
- Nýtningu staðbundins timburs, sem tryggir jafnvægi í rakastigi, bætir hljóðvist og stuðlar að framúrskarandi loftgæðum.
Hyvän Olon Keskus er ekki aðeins skóli – heldur fyrirmynd að vistvænni byggð sem tekur heildrænt á vellíðan og framtíðarsýn samfélagsins.

Byggingin var reist árið 2016 í samstarfi við byggingarfyrirtækið Lemminkäinen (nú hluti af YIT) og Kontiotuote Oy, með timbri sem sótt var í nærliggjandi skóga. Hún var byggð samkvæmt svokölluðu líftímalíkani þar sem rekstur og viðhald eru á ábyrgð verktaka í 25 ár. Þannig er tryggt að byggingin haldi gæðum sínum til langs tíma, á sama tíma og fjárhagsleg ábyrgð dreifist jafnt yfir framkvæmdatímann.

Pudasjärven Hyvän Olon Keskus hefur vakið athygli víða og þykir fyrirmyndarverkefni í vistvænni menntauppbyggingu. Eftir flutning í nýju húsnæðið sýndu kannanir meðal starfsmanna og nemenda verulega aukna vellíðan. Loftgæði innandyra voru sögð stöðug og laus við ertandi efnasambönd. Timbrið gegnir þar lykilhlutverki með því að jafna rakastig, bæla niður bakteríuvöxt og skapa náttúrulegt og róandi umhverfi til náms og starfs.

Með því að samræma samfélagsleg markmið, vistvæna hönnun og heildstæða þjónustu undir einu þaki hefur sveitarfélagið Pudasjärvi sýnt fram á að timburbyggingar geta boðið upp á meira en fallegt yfirbragð – þær styðja raunverulega við heilsu, vellíðan og ábyrga nýtingu auðlinda til framtíðar.

Vistvæn hönnun og vandað efnisval stuðla að rólegu og heilnæmu umhverfi, auk þess að draga úr rekstrarkostnaði.

Ryhmäkoti Korte – heimsókn í febrúar 2025
Í febrúar 2025 heimsótti teymi frá Listhús Arc hjúkrunarheimilið Ryhmäkoti Korte í Pudasjärvi ásamt öðrum endursöluaðilum Kontio. Þar áttum við samtöl við bæði íbúa og starfsfólk, sem lýstu ánægju sinni með bygginguna og hvernig hún þjónar daglegum þörfum þeirra.
Byggingin er hluti af heildstæðri stefnu bæjaryfirvalda í Pudasjärvi um að nýta timbur í opinberum mannvirkjum til að draga úr kolefnisspori, bæta loftgæði og skapa manneskjulegt og náttúrulegt umhverfi fyrir íbúa.

Húsnæði sem styður við vellíðan
Starfsfólk tók sérstaklega fram hversu góð hljóðeinangrunin væri; hljóð frá einni álmu barst ekki um aðrar byggingarhluta, sem skapaði rólegt og skjólgott andrúmsloft. Einnig voru nefnd loftgæði og orkusparnaður sem lykilþættir – bæði fyrir daglegan rekstur og almenna vellíðan íbúa.
Heimsóknin staðfesti fyrir okkur hversu mikilvægt það er að hönnun og efnaval taki mið af þörfum viðkvæmra hópa.

Persónulegt rými og ánægðir íbúar
Ryhmäkoti Korte er sérhæft hjúkrunarheimili sem þjónar einstaklingum með minnissjúkdóma og aðra heilsubresti sem krefjast sértækrar og rólegrar umönnunar.
Á meðan heimsókninni stóð fengum við að kíkja inn í íbúð hjá einni íbúanum sem tók vel á móti okkur og sýndi okkur nýja herbergið sitt. Hún lýsti mikilli ánægju með aðstöðuna, hlýjuna í rýminu og friðsældina sem timburbyggingin skapaði.

Heilsusamlegt hjúkrunarheimili úr timbri
Hirsikartano í Pudasjärvi – vistvænt rými fyrir umhyggju og virðingu
Hirsikartano er 2.680 m² hjúkrunarheimili sem endurspeglar framsækna sýn Pudasjärvi-sveitarfélagsins um heilnæmt, sjálfbært og virðingarfullt umhverfi fyrir eldri borgara. Byggingin fylgir sömu grunngildum og Hyvän Olon Keskus verkefnin, þar sem timbur, náttúruljós og hlýleg hönnun vinna saman að vellíðan og lífsgæðum.
Markmiðið var að skapa heimilislegt og róandi umhverfi þar sem íbúar fá faglega umönnun í rýmum sem örva jafnvægi, öryggi og tengsl við náttúruna – bæði í efnisvali og umhverfi. Hirsikartano býður upp á aðstöðu fyrir allt að 54 íbúa í aðstoðarlotu og þjónustu.

Rými sem styður við daglegt líf og lífsgæði
Hirsikartano býður upp á fjölbreytta aðstöðu sem þjónar bæði einstaklingum með meiri aðstoðarþörf og þeim sem lifa sjálfstæðu lífi með stuðningi. Þar eru:
- Notaleg herbergi og sameiginlegar stofur
- Góð aðstaða fyrir hjúkrun og daglega umönnun
- Róleg setustofur og afþreyingarrými
- Aðgangur að náttúru og útivistarsvæðum beint frá byggingunni

Lukkaroinen Architects – mannúð í hönnun
Verkefnið var hannað með eftirfarandi megináherslum:
- Aðgengi og öryggi: Allt skipulag miðast við þægindi og hreyfiviðráðanleika.
- Náttúrulegt ljós og sjónlínur: Gluggar og opið skipulag styðja við rútínu og stefnumiðað rými.
- Heilnæm efnanotkun: Timbur gegnir mikilvægu hlutverki í loftgæðum og bættri líðan – dregur úr streitu, bælir niður bakteríuvöxt og veitir náttúrulega nærveru.

Vistvæn elliheimili
Hirsikartano sýnir hvernig hjúkrunarheimili geta sameinað hagkvæmni, umhyggju og vistvæna nálgun. Þetta er ekki einungis bygging fyrir efri ár – heldur samfélagsrými sem bætir líðan, styður við sjálfsvirðingu og viðheldur tengslum íbúa við samfélag og náttúru.
Timbrið veitir hlýja og örugga stemningu ásamt heilbrigðum loftgæðum sem skiptir miklu máli fyrir viðkvæma hópa.

Faxafeni 10, Reykjavík
Sími 888 0606
Netfang: baldvin@listhus.is
Bókið heimsókn
Áhugasamir kaupendur geta bókað skoðun bæði hjá sveitarfélaginu Pudasjärvi og í verksmiðju KONTIO. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast svæðinu og sjá húsin og verksmiðju með eigin augum.

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is
