CHAMBORD frönsk gróðurhús
Glerskáli í frönskum stíl · Fyrir heimili og fagurkera
Chambord – hrein lína og sterk form · glerskálar fyrir heimili og einkarými
Chambord er einfaldari og línulegri útfærsla frá LAMS, með beinum þakköntum í stað bogadreginna lína.
Formið er arkitektónískt, rólegt og minnir á klassísk frönsk garðhús þar sem skýr form og hlutlaus framsetning eru í fyrirrúmi.
Þessi tegund hentar vel þar sem áherslan er á hagnýta notkun, ræktun eða persónulegt athvarf í garðinum.
Chambord er kjörin lausn fyrir heimili sem vilja fá fallegt rými — án þess að fara í eins stórt og rómantískt form og Amboise-serían býður upp á.
Hvað aðgreinir Chambord frá öðrum LAMS gerðum?
- Beinar og skýrar línur (ekki bogadregið þak eins og Amboise)
- Hentar sérstaklega vel fyrir heimili og sumarhús
- Minna „statement“ í umhverfinu — fellur betur inn í lóð og byggingarform

Chambord 16,9 m²
Chambord Glerskáli 10,6 m²

Glerhúsin frá LAMS eru pöntuð í þeim lit sem hentar verkefninu.
Val er um 14 staðlaða liti í matt eða satín áferð. Litirnir eru sérstaklega valdir til að falla inn í þitt náttúrulega umhverfi, arkitektúr húss eða markaðsumhverfi, hvort sem um er að ræða heimili, hótel eða veitingastað.
14 litir til að velja um

Fyrir verkefni þar sem óskað er eftir nákvæmum lit er einnig hægt að panta húsið í sérlit samkvæmt RAL litakerfinu.
– 14 staðallitir
– Matt eða satín áferð
– RAL sérlitir í boði samkvæmt pöntun

Hurðar fyrir hús á vegg

Vængjahurðar með læsingu

Rennihurðar með læsingu
Tæknileg atriði:
– Álburðarvirki með 4 mm hertu öryggisgleri
– 15 ára ábyrgð á álburðarvirki hjá framleiðanda
– Val um einfaldar eða tvöfaldar hurðir og staðsetningu þeirra
– Möguleikar á opnanlegum hliðar- og þakgluggum
– Uppsetning á hlaðinn eða steyptan sökkulvegg, eða á álgrunni frá LAMS
– 14 litir í matt eða satín áferð, einnig sérlitir samkvæmt RAL
– Aukahlutir: sjálfvirkir gluggaopnarar, hillur, borð og skyggingar

Chambord glerskáli 12,7 m²

Chambord glerhús 22.30 m²
Stærðir og útfærslur

Breidd 2,8m til 3,7 m
| Breidd | Lengd | Flatarmál |
|---|---|---|
| 2,80 m | 3,80 m | 10,60 m² |
| 2,80 m | 4,55 m | 12,70 m² |
| 2,80 m | 5,30 m | 14,80 m² |
| 2,80 m | 6,05 m | 16,90 m² |
| 3,70 m | 3,80 m | 14,00 m² |
| 3,70 m | 4,55 m | 16,80 m² |
| 3,70 m | 5,30 m | 19,60 m² |
| 3,70 m | 6,05 m | 22,30 m² |

Chambord glerskáli 16,9 m2

Faxafeni 10, Reykjavík
Sími 888 0606
Netfang: baldvin@listhus.is
Sölumenn
Kíktu í heimsókn eða bókaðu fund með sölumanni

LAMS glerskálar í lúxus gæðaflokki
Amboise er stærsta og fjölbreyttasta glerskálalína LAMS. Allar útfærslur eru hannaðar og framleiddar í Frakklandi. Hægt er að velja úr fjölmörgum stærðum, litum og hurðar- og gluggalausnum, hvort sem um er að ræða rými fyrir heimili, veitingastað eða sveitarfélag sem vill bjóða upp á sérstöku upplifun allt árið.
Listhús Arc er opinber söluaðili LAMS á Íslandi.
Hafðu samband og við finnum rétta lausn fyrir þitt verkefni.

Sími: 888 0606
info@listhus.is
Faxafeni, 2 hæð.
105 Reykjavík

Glæsileg garðhús frá Juliana
& gróðurhús frá Halls
Sjá hér: www.uxhome.is








